27.4.2012 | 16:43
Nú er öldin önnur
Það var sá tími þegar ég stundaði sjó 13 ára með á 3/4 hýru á síðutogara, þá skeyttu menn lítið um vissar tegundir af fiski og var þá honum fargað og var þá makríll ekki reiknaður sem mannamatur á þeim tíma. Við börðumst fyrir réttlæti fyrst frá 12 mílum upp í 50 og svo fengum við að lokum viðurkennt frá alþjóðarsamfélaginu 200 mílur vegna hvers háð okkar þjóð var fiskveiðum. Við fengum þá samúð sem við áttum að mínu mati skilið. Allir ungir sem gamlir voru sammála því stóra ranglæti þega útlenskir togarar voru hér uppi í fjörusteinum að veiða.
Hvar stöndum við núna? Smuguveiðar,ásamt ólögmætri veiði að sögn okkar nágranna. Við stöndum upp í hárinu á nágrannaþjóðum hvað gott kemur úr því. Hvar er sú samúð og vinsemd sem okkur var veitt á sínum tíma? líklega horfin. Erum við orðnir svo aumir að við getum ekki samið lengur um þessi mikilvægu mál?
Hvað skeður í kjölfar slíkra ákvarðana þegar lokað verður á okkur? Ætlar útgerðin að halda uppi launum fyrir "Nonna Bátsmann" nei það efast ég um, þið lendið líklega á atvinnuleysibótum eins og fjöldinn annara. Landið er lokað vegna gjaldeyrishafta og það er viss ástæða fyrir því eða?
Þeir vita það flestir að sá skipstjóri sem rífur flest troll veiðir minnst og gerir lífið erfitt fyrir manskapinn, það sama dæmi má finna á landi þar sem skipstjórinn keyrði skútuna í kaf og við blæðum fyrir það í dag. Það er ekki bannað að nota heilann svona öðru hvoru þegar maður hugsar um hvernig að málum komið er.
![]() |
Vilja refsiaðgerðir gegn Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:09 | Facebook
Um bloggið
Guðmundur Örn Harðarson
Tenglar
Mínir tenglar
- Mitt Norska blog
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Nýtt Lýðveldi
- Ræða Vilmundar Gylfasonar um nýa stjórnaskrá
- Draumabústaður Frábærir norskir bústaðir
- Birkiland Íslensk hönnun í sérflokki flott vöru úrval fyrir vini í útlöndum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Við erum ekki lengur að veiða í Smugunni ólöglega. Það var samið um kvóta í lögsögum Noregs og Rússland gegn því að við hættum Smuguveiðum.
Við skulum halda því til haga með makrílinn, að 2011 var talið að 1100þúsund tonn hafi gengið í íslensku lögsuguna og sá Makríll hafi þyngst um 650þúsund tonn. við veiddum 150 þúsund tonn og því fóru til baka um 1600þúsund tonn. Með hvaða rökum er hægt að segja að við stundum rányrkju á makríl????????
Viðskiptaþvinganir hafa áður verið sett á okkur í í sambandi við fiskveiðideilur. Þá höfum við sett okkar fisk á aðra markaði og unnið nýja markaði fyrir okkar vörur.
Hinns vegar eru stjórn völd handónýt að halda uppi vörnum fyrir okkur, það er sem við þurfum að hafa miklar áhyggjur af.
Hallgrímur Hrafn Gíslason, 27.4.2012 kl. 18:17
Sæll Guðmundur !
Góður pistill hjá þér, alltaf hollt að taka "óþekktarorma" í gegn, en bara að svo væri, það eru nefnilega engir "´óþekktarormar" til að taka ígegn núna.
Þetta er nokkuð samsettara dæmi en svo að annar aðilinn hafi ótvírætt rétt fyrir sér, langt í frá, og ef nú ESB næði sínu fram, þá getur allt eins blasað við algert hrun á fleiri fisktegundum í íslenskri lögsögu, þetta styðja fleiri og fleiri kenningar og að mörgu leyti vel ígrunduð rök, ser inn hér pistil minn við sömu frétt.
Í páskaútgáfu "Finansavisen" sem Trygve Hegnar góður fjármálasérfræðingur gefur út hér í Noregi, er viðtal við Inge Halstensen útgerðamann í Noregi, hann hefur áður verið gagnrýninn á makrílveiðar íslendinga og færeyinga, sérlega færeyinga sem hann hefur haldið fram að leigi inn stór verksmiðjuskip til veiðanna, en hefur samkvæmt þessu viðtali, söðlað um og tekur nú fiskifræðingana í gegn og það með góðum rökum.
Í blaðinu er einmitt grein um makrílinn og deilu ESB og Noregs, annarsvegar, við Ísland og Færeyjar hinsvegar, rætt er við Inge Halstensen einn sá stærsti í síldar og makrílveiðum í Noregi, hann kemur inn á vandamál sem ég hef aldrei séð nefnt í íslenskum (né norskum heldur) fjölmiðlum varðandi málið, en getur svosem verið að ég hafi misst af því, en það er hvernig fullyrðingarnar um ofveiði hafa fengið samtökin MSC ( Marine Stewardship Council) til að draga til baka sína viðurkenningu/merkingu á makríl frá ESB og Noregi, allt vegna óleystra samninga við eyríkin 2 Ísland og Færeyjar, byggt á ráði fiskifræðinga, þetta vegna fullyrðinga um ofveiði og þar með skort á sjálfbærni.
Halstensen segir sem er að MSC er ekki með neitt vald til að stöðva veiðar,né gera aðrar aðgerðir, en eins og málum er komið í heiminum í dag, eru kaupendur sjávarafurða mjög upteknir af þessari viðurkenningu, þessvegna er bæði Halstensen og Jan Otto Hoddevik, forstjóri Norway Pelagic, stærsta útflutningsaðila Noregs á makríl m.m., áhygjufullir varðandi markaðina vegna missis á viðurkenningu MSC.
Halstensen kemur svo með það sem er athyglisvert fyrir bæði Ísland og Færeyjar, nefnilega það að hann stórdregur í efa að fiskifræðingarnir hafi rétt fyrir sér, þessu til sönnunar bendir hann á að þeir segji á hverju ári að "ef þið farið ekki eftir okkar ráðgöf, þá hrynur stofninn vegna offveiði", Halstensen bendir svo á að yfir fleiri ár er munurinn á ráðum fiskifræðinga annarsvegar og raunveiði hinsvegar (samtals ESB,Noregur, Ísland og Færeyjar) um 500.000 tonn !!, þetta sé besta sönnunin á því að stofninn sé í algeru methámarki, og klykkir út með að svokölluð "ofveiði" íslendinga og færeyinga sé besta sönnunin á þessum rangtúlkunum fiskifræðinganna.
Þegar maður svo skoðar þessar skýringar hins reynda útgerðarmanns (hann er 67 ára) í samhengi með því sem Kristinn Pétursson er að skrifa í pistli sínum 5 apríl sl., verður myndin enn skýrari, ég hef nefnt áður að það má til sanns vegar færa að samninganefndir Ísland og Færeyja hafi mistekist í þvi að færa fram augljós og góð rök fyrir miklu hærri kvótum en boðið er af hálfu ESB og Noregs, en eftir að hafa lesið pistil Kristins, þá verður ekki séð að þeir hafi farið til samninga með nógu góð og rökstudd rök, frá eigin fræðingum.
Enda mikið órannsakað hvað varðar makrílinn, magn, fæðukerfi og ekki síst ferðamynstrið, á meðan eiga íslendingar bara halda sínu striki, byggt á reynslu manna sem ekki eru að giska og geta sér til um hlutina, það að makrílstofninn ekki er hruninn, er besta sönnunin á því að óhætt er að taka svo mikið sem gert er í raun, eftir stendur að semja um skiftinguna samt.
Svo látum bara skotana og ESB gnísta tönnum, tíminn vinnur með íslendingum (og færeyjum) í þessu máli, á meðann bjarga íslendingar og færeyingar því sem bjargað verður af lífríkinu í eigin lögsögum.
MBKV
KH
Kristján Hilmarsson, 27.4.2012 kl. 18:34
Já og eitt enn Guðmundur ! þú skrifar: "Hvað skeður í kjölfar slíkra ákvarðana þegar lokað verður á okkur?" nú er það þannig að ESB hefur samkvæmt eigin reglum, aðeins heimild til að beita löndunarbanni á þann fisk sem um er deilt, þ.e. makríl, þar að auki þarf samþykki allra aðildarþjóða ESB til að slíkar aðgerðir verði virkar.
Svo að íslenskar fiskveiðar leggist af við hugsanlegar aðgerðir ESB, eru lítil trúlegar.
MBKV
KH
Kristján Hilmarsson, 27.4.2012 kl. 18:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.