Getur ekki Davíð Oddsson snúið vörn í sókn.

Það má  velta því fyrir sér hvort Davíð Oddsson sé saklaus allra mála, eða voru það aðrir sem réðu ferðinni?. Það sem rétt er að auðvitað er fylgst með fjárhagstefnu allra  landana sem sagt einnig af OECD. Það mætti halda að Seðlabankinn lifði í eigin heimi að sögn Davíðs, enginn styður, eða hefur stutt hann. Einföld kenning í Þjóðarhagfræði (Macroeconomics)  segir að heilsusamlegast er fyrir þjóð er að X og Q séu í ballans, það að segja enginn halli. Við erum fyrst núna að komast í ballans og erum að selja bíla og vinnutæki út úr landi vegna fjármögnunarörðuleika og óballans á krónu.

Það að stoppa þetta kaupæði var nauðsýnlegt enn voru engin önnur úrræði til að bremsa þjóðina? Seðlabanki á einfaldlega að geta stjórnað peningamálum með að hækka eða lækka vexti, sem eiga að minka og eða auka eftirspurnina eftir peningum enda eru peningar eins og öll önnur vara. Enn hvar liggur hundurinn grafinn? Af hverju virkar þetta ekki á íslandi?  Ekki bara Davíð enn líka allir hinir sem eru í fjármálageiranum hljóta að vera kunnugt um að ekki sé hægt að reka heimili eða verslun með 18% stýrivexti og verðtryggingu sem toppar ofan á allt þetta. Það gengur bara einfaldlega ekki upp. Sem það sé ekki nóg blasir við fjölda atvinnuleysi og almennt hrun hjá atvinnurekendum og við keyrum með fullum krafti á móti malbikinu með háa vexti verðtryggð lán og skellurinn verður stór.

Það hefur verið fundað í 15 daga hvort eitthvað sé hægt að gera við vertryggingu enn nei það er útilokað að hreyfa þann bita. Látum almenning borga þetta eins og venja er. Af hverju erum við íslendingar að fela raunvexti  á bakvið verðtryggingu? Vextir endurspegla  fjárhagsástands þjóðarinnar og eiga að kom skýrt fram við alla lántöku. Lífeyrir er eign almennings og á almenningur að vera tekin með í ráðum  hvort þeir óski eftir að 200 milljörðum verði ráðstafað til að fá burt þessa vertryggingar tímabundið þó að það sé ekki nema um nokkra mánuði að ræða. Gæti Davíð Oddson lagt eitthvað til málana hérna? Yrði þjóðin eða almenningur betri varinn með slíkri aðgerð? því annað eins er búið að sóa úr vasa þegnana.  Það má ekki standa á vilja til að taka á þessu þó að þurfi að snúa hverjum steini.Nú er þinn tími kominn Davíð.   


mbl.is Uppskeran eins og sáð var
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Verðtrygging verður afnumið með upptöku Evru.

Stýrivextir eiga fyrst og fremst að hafa áhrif á fjárfestingu sem síðan hefur áhrif á eftirspurn almennings.

 Stýrivextir hafa ekki virkað vegna þess að hið opinbera(þám Landsvirkjun) hafa verið að fjáresta svo mikið á síðustu árum án tillits til stýrivaxta.  Það hefur séð til þess að eftirspurn á landinu hefur haldist í stað eða aukist.

Til þess að minnka 'kaupæðið' þá hefði ríkið þurft að lækka lánahlutflall í fasteignaviðskipum.  Ríkið hefði einnig getað minnkað kaupmátt einstaklinga með því að hækka skatta.

 Hagstjórnarmistök síðustu ára felast því í að ríkið framkvæmdi þrátt fyrir mikla þenslu, jók á þensluna með því að leyfa bönkum að lána fólki meira og trompaði svo allt sem skattalækkunum.

Ég held að flestir myndu helst kjósa að þeir sem komu okkur í þessi vandræði sýni okkur þá tillitssemi að víkja til hliðar og þvælast ekki fyrir uppbyggingu hagkerfisins.

Lúðvík Júlíusson, 18.11.2008 kl. 11:10

2 Smámynd: Guðmundur Örn Harðarson

Það er augljóst að verðtrygging falli frá við inngöngu evru, enn svo er ekki staðan í dag. Einnig vitum við lítið um hvernig brugðist verður við þegar krónan fer á flot. Óstöðuleiki og óvissa eru versti óvinir fjárfesta. Við erum nú að ganga inn í vertíð verslunarmanna sjálf jólin og spurningin verður hverjir lifa þetta af enn janúar gæti orðið býsna þungur. Ég er sammála að ríkið á ekki að vera aðal fyrirgreiðandi af lánum, enn hvert á almenningur að leita þegar almennar lánastofnanir eins og bankar geta ekki gengt sínu hlutverki. Skattar, gjöld og vextir eru verkfæri til að halda balans í þjóðfélaginu og þarf að auka eftirlit með öllum fjármálageiranum ásamt fasteignarmarkaði.

Guðmundur Örn Harðarson, 18.11.2008 kl. 13:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Örn Harðarson

Höfundur

Guðmundur Örn Harðarson
Guðmundur Örn Harðarson
Starfaði í Noregi hjá Den Norske Bank innan fasteignarviðskipta. Var 21 ár á borpöllum í norðursjónum. Nám við BI háskóla í Stafangri. Lokaritgerð BA um eftirlit með fasteignarsölum á norðurlöndum.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband