Skipið er að sökkva og allir uppi á dekki í sólbaði :-)

það er ekki hægt lengur að fara á mbl.is  án þess að þurfa að glápa á þennan Sigmund. þetta minnir einna helst á gömlu komma ríkin í austur Evrópu með dýrkunar mynd af sjálfum sér hangandi á öllum hornum. Það sem Sigmundur verður að fara að læra er að það þýðir ekkert að vera hrista með magnyl pillu glasið, það verður að lækna sárið. Meinið liggur í Ólafslögum og þarf að skera í burt strax. Einnig er brýn þörf á að fá venjulegt fólk inn á þing, ekki þessa eiginhagsmuna bæjassa sem eru búnir að spila sitt spil allt of lengi. Ekki 1 atkvæði til neins fyrr en þessi mál eru afgreidd.

Þá þegar það er sagt, er stóra spurningin hvern á að kjósa? Geir Haarde sagði "guð hjálpi Íslandi" og vældi og lét öllum illum látum eins og köttur sem ekki vill úr valdastolnum, ekki kjósum við hann enda er hann ekki í framboði lengur, enda er líklega ástæða fyrir því eða hvað? Nú hefur eitthvað breyst á þeim bæ undanfarið? Nei held ekki, en ég er núna farinn að skilja þessa upphrópun hjá Geir eftir að maður kíkti á Silfrið hjá Agli, já ekki smotterí þetta það er semsagt varla tími til að hreinsa upp í þeim hópi af Íslensum "kasínó kapítalistum" fyrr enn annar bófaflokkur hangir á hurðinni.  Held að Össur verði nú að senda "línu til Obama" og biðjast frekari skýringar á þessum "smáatriðum" kringum IMF eða eins og landinn segir AGS.

Eru þessar upplýsingar sem koma fram í okkar fremsta fjölmiðla RÚV viðtöl við Michael Hudson og John Perkings um sjóðinn að hér séu á ferð forhertir glæpamenn sem draga í þræðina á bakvið tjöldin? Og voru þeir ekki að fá fúlgu af peningum til að aðstoða lönd sem eru og hafa verið illa stödd fjárhagslega? En eins og þekkt var hafa fyrri kaflar í sögu AGS ekki verið sérstaklega vinalegir í garð þeirra landa sem hjálpina hafa þegið, hvað er eiginlega verið að bralla hérna?

Nú Össur sjálfur hlýtur að vita meir um þessi mál, hann var á fundinum. Hvað ætla "flokkarnir" að gera við "verðtrygginguna" hér verður á passa uppa að hrista í þá sem eru ennþá dáleiddir af "kasínó kapítalistunum"og hrjást af illa af "gullfiskaminni".   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Örn Harðarson

Höfundur

Guðmundur Örn Harðarson
Guðmundur Örn Harðarson
Starfaði í Noregi hjá Den Norske Bank innan fasteignarviðskipta. Var 21 ár á borpöllum í norðursjónum. Nám við BI háskóla í Stafangri. Lokaritgerð BA um eftirlit með fasteignarsölum á norðurlöndum.

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband